Tíminn
- Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
- Aug 20, 2020
- 1 min read

Tíminn tifar ótt og títt
er barnið sefur svo undur blítt.
Í þá daga er enga aðstoð fékk
tíminn stóð í stað er ég í forstofunni hékk.
Biðin eftir bílnum svo endalaus og grá
aðrir þreytast framhjá enda liggur öllum á.
Í dag er lífið annað og tíminn flýgur hjá
nú á ég lítinn snáða sem prófa vill allt og sjá.





Comments