Alþjóðlegur dagur hjólastólsins
- Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
- Mar 1, 2025
- 1 min read
Í dag er alþjóðlegur dagur hjólastólsins. Ég er ein af þeim fjölmörgu sem nota hjólastól samhliða því að geta gengið. Veldur það oft ruglingi hjá fólki sem spyr hvort ég sé „alveg komin í stólinn“ líkt og um sorglega endastöð sé að ræða.
Fyrir mér er hjólastólinn minn tæki sem eykur frelsi mitt, sjálfstæði og lífsgæði. Ég nota hjólastólinn minn til að komast á staði sem ég kæmist annars ekki á. Ég nota hann til að halda á börnunum mínum og til þess að dansa. Hjólastólinn minn er hvorki sorglegur né heilagur - hann er viðbót við mig, rými til sköpunar. Ég drösla honum út um allt, nýti hann í allskonar og stundum þjösnast ég aðeins of mikið á honum og þarf að teipa eitthvað saman. Við afar sérstök tilefni dressa ég hann upp og þá er einstaklega gaman að rúlla um í honum!
Hættum að vera dramatísk yfir hjólastólum - notum þá ef við þurfum, eins og okkur hentar best - steppum sorgarsvipnum þegar fólk í kringum okkur notar hjólastóla.











Comments